Förum á bókasafn og lesum bók

_MG_7167

Sögu Maríu Sæþórsdóttur, 10 ára í Langholtsskóla, las síðast bókina Leyndarmál Lindu eftir Rachel Renée Russell. Bókin er um stelpu sem er nýbyrjuð í nýjum skóla og skrifar dagbókarfærslu í hverri viku.

Saga segir í samtali við Fréttablaðið að sér finnist spennubækur skemmtilegasta. Fyrsta bókin sem var í uppáhaldi hjá henni var Litla hafmeyjan. Saga var áskrifandi að Disney-bókunum og var það fyrsta bókin sem hún fékk í flokknum.

Saga segist fara oft á bókasafn.

 

Sjö bókasöfn og bókabílar

Borgarbókasöfnin eru sjö talsins og bókabílarnir tveir. Þeir heita Bókabíllinn Höfðingi og Sögubíllinn Æringi. Á Borgarbókasafni eru skáldrit á íslensku og erlendum tungumálum, fræðirit á íslensku og erlendum tungumálum (aðallega ensku), myndasögur, hljóðbækur, tónlist á geisladiskum og vínil, kvikmyndir á mynddiskum og -böndum, tímarit, tungumálanámskeið og nótur.

Í öllum deildum safnsins er hægt að setjast niður og fletta dagblöðum og nýjum tímaritum. Þar eru líka til afnota alfræðibækur, orðabækur og önnur uppsláttarrit.

Þið getið lesið meira um Borgarbókasafnið hér.

Borgarbókasafn, Forlagið og Bókmenntaborgin efna til sumarlesturs á meðal barna. Fyrir hverja lesna bók skrá lesendur nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða, búa til úr þeim skutlur og skutla þeim í net sem eru í öllum söfnum Borgarbóka- safns. Vikulega er einn þátttakenda útnefndur lestrarhestur vikunnar og sá eða sú hlýtur bók að launum frá Forlaginu.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd