Finnst ykkur ekki gaman að finna skemmtilegt leiksvæði og njóta þar lífsins?
Fjölmörg leiksvæði eru við leik- og grunnskóla víða um land. Leyfilegt er að leika í tækjunum utan skólatíma á virkum dögum og allar helgar.
Hraunborg á Bifröst
Eitt slíkra leiksvæða er hjá leikskólanum Hraunborg við háskólann á Bifröst í Borgarfirði. Þar er flott rennibraut, klifurkastali, hús og hæðir sem gaman er að hlaupa um og hamast.
Þið verðið að leika ykkur á leiksvæðinu á Bifröst.
Það er frábær hugmynd að leika sér á skemmtilegu leiksvæði.