Flatey í Breiðafirði: Stutt en skemmtilegt ferðalag

Dagbjartur Ólason var hress í Flatey. MYND / Úr einkasafni.

Dagbjartur Ólason var hress í Flatey. MYND / Úr einkasafni.

Það er gaman að fara með ferjunni Baldri út frá í Flatey. Hægt er að stoppa í eyjunni og fara með henni áfram til Brjánslækjar eða til baka í Stykkishólm. Ferðin yfir Breiðafjörð tekur tvær og hálfa klukkustund.

Dagbjartur Ólason og fjölskylda hans var á ferð í Stykkishólmi á dögunum. Þau fóru þaðan með ferjunni út í Flatey. Þar virtu þau eyjuna fyrir sér í tvær klukkustundir og tóku svo ferjuna aftur til baka þegar hún kom frá Brjánslæk.

Sólin skein á ferðalangana sem mæla með ferð út í eyjuna í góðu veðri.

En hvað var gaman að skoða í Flatey?

„Eyjan er fremur lítil og það tekur enga stund að skoða það helsta. Þarna er líka mjög fjölbreytt fuglalíf. En það þarf að gæta að því að þar eru varpstöðvar og bannað að fara þar um fram undir miðjan júlí svo þeir sem fara út eftir það þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur,“ segir Óli Kristján Ármannsson, faðir hans.

Fjölskyldan skoðaði kirkjuna í Flatey. Hún er lítil en falleg. Listamaðurinn Baltasar Samper myndskreytti kirkjuna og gerði altaristöfluna. Altaristaflan þykir sérstök enda Kristur þar í íslenskri lopapeysu.

 

Hægt að fá afslátt af fargjaldinu

Ferjan Baldur er bíla- og farþegaferja sem siglir allt árið á milli Stykkishólms og Brjánslækjar með viðkomu í Flatey. Verðskráin er önnur yfir vetratíma en sumar.

Hér er verðskrá Sæferða sem rekur Baldur.

Ýmsar fróðleik má finna um Flatey. Vefsíða Framfarafélagsins í Flatey er mjög gagnleg.

 

[ad name=“POSTS“]

Save

Save

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd