Norræna húsið: Ný leiktæki vígð á Vatnsmýrarhátíð

norræna húsið

Margt er að gerast í Norræna húsinu þessa dagana.

Sunnudaginn 29. maí verður haldin Vatnsmýrarhátíð á milli klukkan 13:00-15:00. Öllum heimsins krökkum er boðið á hátíðina ásamt foreldrum sínum. Þetta er fimmta skiptið sem Vatnsmýrarhátíðin er haldin. Fyrsta hátíðin var haldin sumarið 2011 en féll niður árið 2013.

Aðstandendur Norræna hússins segja heilmikið húllumhæ í boði bæði inni í húsinu og fyrir utan það á Vatnsmýrarhátíðinni. Það flottasta eru glæný íslensk leiktæki fyrir utan Norræna húsið sem tekin verða í notkun á Vatnsmýrarhátíðinni.

2015-05-16 11.24.06

Leiktækin eru alíslensk; bæði hönnuð og framleidd á Íslandi af leiktækjaframleiðandanum Krumma. Leiktækin eru úr seríunni FLOW, sem hefur íslenska hraunkletta að fyrirmynd. Leiksvæðið er samstarfsverkefni Krumma og Norræna hússins.

Tækin verða auðvitað fyrir utan húsið í allt sumar og því upplagt að skella sér þangað til að leika sér þegar sólin skín.

Hjólalæknirinn Dr. Bæk mætir líka á hátíðina og fínstillir hjól gesta fyrir sumarið.

Svona er dagskrá Vatnsmýrarhátíðarinnar

13:00   Hátíðin sett og leiktækin frá Krumma vígð

  • Bæk hressir hjólin fyrir sumarið
  • Ratleikur
  • Teiknismiðjur
  • Krakkaball og dansleikir með Möggu Maack plötusnúð
  • Ísbíllinn mætir á svæðið – ring-ring!
  • Grillaðu þitt eigið skandinavíska „snobrød“ (snúningsbrauð)
  • Koddabíó

Margt að gera í Norræna húsinu

norræna húsið 4

Hafið þið komið í Norræna húsið? Það er stórskemmtilegur staður. Í kjallaranum er barnahellir. Þar hafa verið haldnar flottar sýningar fyrir börn, m.a. sýningin um afmæli Línu langsokks sem haldin var fram á þetta ár. Þangað komu margir, margir krakkar til að skoða dót um Línu langsokk, setjast inn í eldhúsið hennar og klæða sig í Línuföt.

Á hverju ári opnar Norræna húsið líka frábært jóladagatal í desember og eru óvæntir viðburðir í hverjum glugga.

Norræna húsið opnaði árið 1968. Þetta er stofnun sem á að stuðla að samvinnu og efla tengsl Íslands og hinna Norðurlandanna. Finnski arkitektinn Alvar Aalto hannaði húsið, sem er svolítið öðruvísi en passar vel inn í Vatnsmýrina.

Hvenær er opið?

margrét 1 copy

Norræna húsið er opið alla daga vikunnar og um og almennt enginn aðgangseyrir að neinum viðburðum sem Norræna húsið sjálft stendur fyrir. Á virkum dögum er opið frá klukkan 9-17 en um helgar frá 12 til 17. Bókasafnið opnar svo klukkan 11 á virkum dögum en 12 um helgar.

Fram að þessu hefur Norræna húsið skipulagt og haft frumkvæði af margvíslegum menningarviðburðum og sýningum.

Norræna húsið er bæði bakhjarl og þátttakandi í helstu menningarviðburðum Íslands s.s Kvikmyndahátíð í Reykjavík, Bókmenntahátíð Reykjavíkur, Iceland Airwaves, Listahátíð Reykjavíkur og Norræna tískutvíæringnum en Norræna húsið átti frumkvæðið að þeim viðburði.

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd