Fjölskylduleiðsögn á Ásmundarsafni

Listamaðurinn Ásmundur Sveinsson hefur verið frábær gaur og algjör barnakarl til fyrirmyndar. Ásmundarsafn er nefnilega mjög fjölskylduvænt safn. Þangað koma margar fjölskyldur og skólahópar að skoða safnið. Algengt er að sjá börn leika sér í styttunum í garðinum en listamaðurinn gerði stytturnar fyrir börn til að leika sér í.

Laugardaginn 25. september verður dagskrá fyrir alla fjölskylduna á milli klukkan 11:00 – 13:00. Leiðsögnin verður með leikjum um sýninguna Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Ásmundur Sveinsson: Ef lýsa ætti myrkva.

Athugið að skráning er nauðsynleg HÉR

Ókeypis fyrir börn fram til 18 ára aldurs. Dagskráin er miðuð að því að börn komi í fylgd fullorðinna og að heimsóknin sé þannig skemmtileg og skapandi samvera milli kynslóða.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Meira um viðburðinn á Ásmundarsafni

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd