Nú er sumarið loksins að renna upp með tilheyrandi námskeiðum.
Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir nokkrum hressandi og fróðlegum námskeið fyrir börn og ungmenni 7-15 ára. Öll námskeiðin eru kennd af starfandi myndlistarmönnum.
Eftirtalin námskeið eru í boði:
Kjarvalsstaðir
Útimálun í anda Kjarvals og útilistaverkin á Klambratúni
– fyrir 9-11 ára
Málunarnámskeið inni og úti – tengt sýningunni Eilíf endurkoma og útilistaverkum á Klambratúni.
Kennari: Arnar Ásgeirsson, myndlistarmaður.
Verð: 16.000 kr.
Tími: 09.00-12.00
14.-18. júní (ekki kennt 17. júní): Skráning HÉR
21.-24. júní: Skráning HÉR
Hafnarhús
Samtímalist – hvað er það eiginlega? – fyrir 12-15 ára
Tilraunakennt myndlistarnámskeið fyrir unglinga tengt sýningunni Iðavöllur
Kennari: Hildigunnur Birgisdóttir, myndlistarmaður.
Verð: 19.000 kr.
Tími: 13.00-16.00
21.-25. júní: Skráning HÉR
Ásmundarsafn
Ásmundur í nýju (sólar)ljósi – fyrir 7-9 ára
Myndlistarnámskeið fyrir börn tengt sýningu Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur og Ásmundar Sveinssonar.
Kennari: Sirra Sigrún Sigurðardóttir, myndlistarmaður.
Verð: 16.000 kr.
Tími: 09.00-12.00
14.-18. júní (ekki kennt 17. júní): Skráning HÉR