
Róbert Marshall lýsir einhverju svakalegu fyrir forvitna ferðalanga í ferð Ferðafélags barnanna í Krýsuvík haustið 2016. MYND / ÚLLENDÚLLEN
Ferðafélag barnanna er frábær félagsskapur. Þar er staðið fyrir fjölda ferða fyrir fjölskyldur og kosta ferðirnar oftast ekki neitt. Lengri ferðir kostar auðvitað eitthvað smotterí.
Ferðafélag barnanna var stofnað árið 2009 og er það á vegum Ferðafélags Íslands. Fyrirmyndin er norska ferðafélagið (skammstafað DNT).
Það eru þau Róbert Marshall og Brynhildur Ólafsdóttir sem standa á bak við Ferðafélag barnanna.

Kræklingar eru herramannsmatur. Það er gaman að tína hann ef maður kann það. MYNDIR / Ferðafélag barnanna.
Tilgangur Ferðafélags barnanna er að hvetja börn og foreldra til útiveru og samveru í náttúru landsins og fá þannig öll börn til að upplifa sanna gleði í náttúrunni og upplifa leyndardóma umhverfisins.
Ferðir Ferðafélags barnanna eru farnar á forsendum barna og sniðnar að þörfum þeirra.
Ferðareglur barnanna
- Öll börn geta farið í ferðalag
- Við viljum gjarnan hafa vin okkar með
- Við viljum taka þátt í að skipuleggja ferðina
- Okkur langar til þess að ganga á undan og ákveða hraðann
- Við viljum hafa tíma til þess að leika og upplifa spennandi hluti
- Við viljum hafa tíma til að tala um það sem fyrir augu ber
- Við viljum fá eitthvað gott þegar takmarkinu er náð
- Við viljum hafa það notalegt á kvöldin þegar við erum að gista
- Við viljum ekki vera frosin úr kulda, blaut eða smeyk
Hellingur af skemmtilegum ferðum
Ferðafélag barnanna hefur í gegnum árin skipulagt fjölda ferða fyrir börn og fullorðna þar sem notið er stundarinnar úti í náttúrunni. Þar á meðal eru kræklingaferðir, sveppatínsluferðir í Heiðmörk, vetrarferð í Landmannalaugar, stjörnuskoðun og margar fleiri ferðir.
Ekki skiptir miklu máli hvernig viðrar til ferðalaga á vegum Ferðafélags barnanna því Brynhildur og Róbert fara með fjölskyldufólk út um alla koppagrundir hvernig sem viðrar. Mikið þarf til að fella niður ferðir.
„Við aflýsum ekki ferðum nema það sé fárviðri og beinlínis bannað að fara út,“ segir Brynhildur.

Kátir ferðalangar stoltir með árangurinn í sveppaferð Ferðafélags barnanna árið 2014. MYND / Björk Sigurðardóttir
Langflestar ferðir með Ferðafélagi barnanna eru ókeypis og þarf ekki að panta sérstaklega þátttöku í þeim. Stærri ferðir kosta smáræði og rétt aðeins til að standa undir kostnaði við þær. Tekið er fram við lýsingu á hverri ferð ef eitthvað kostar í þær.
Forsvarsmenn Ferðafélags barnanna hafa skipulagt ferðir langt fram í tímann og því er lítið mál að sjá hvað er framundan. Svona er ferðaplanið á árinu 2017.
Framundan í júní eru álfaganga á Jónsmessunni í Mosfellsdal og ganga um Almannagjá á Þingvöllum.
Ferðaplanið:
Janúar | |||
Dagsetning |
Brottfararstaður |
Heiti | |
28.1.2017 | Kl. 20 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. | Stjörnu- og norðurljósaskoðun | |
Febrúar | |||
Dagsetning | Brottfararstaður | Heiti | |
17.2.2017 | Kl. 16 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 | Snjór og ís í Bláfjöllum | |
Mars | |||
Dagsetning | Brottfararstaður | Heiti | |
14.3.2017 | Kl. 17 á einkabílum frá bílastæðinu við Rauðhóla | Innstu afkimar Rauðhóla | |
Apríl | |||
Dagsetning | Brottfararstaður | Heiti | |
22.4.2017 | Kl. 11 frá bílastæðinu við Grafarvogskirkju | Fuglaskoðun í Grafarvogi | |
29.4.2017 | Kl. 11 á einkabílum frá bílastæðinu við Vífilsstaði, Garðabæ | Eldfjalla- og gjótukönnun | |
Maí | |||
Dagsetning | Brottfararstaður | Heiti | |
8.5.2017 | Kl. 12:30 víðs vegar um borgina | Barnavagnavika | |
23.5.2017 | Kl. 17 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 | Sogin: Litskrúðug náttúruperla | |
Júní | |||
Dagsetning | Brottfararstaður | Heiti | |
8.6.2017 | Kl. 17 á einkabílum frá bílastæðinu við Rauðhóla. | Ratleikur í Heiðmörk | |
13.6.2017 | Kl. 17 frá gömlu rafstöðinni við Elliðaár | Pöddulíf í Elliðaárdal | |
21.6.2017 | Kl. 16 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 | Álfaganga um Jónsmessu | |
27.6.2017 | Kl. 16 frá bílastæðinu við sjoppuna/tjaldstæðið á Þingvöllum | Almannagjá endilöng | |
Júlí | |||
Dagsetning | Brottfararstaður | Heiti | |
5.7.2017 | Kl. 8 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 | Fjölskylduganga um Laugaveginn | |
19.7.2017 | Kl. 8 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 | Fjölskylduganga um Laugaveginn | |
27.7.2017 | Kl. 15 á einkabílum að Valgeirsstöðum í Norðurfirði. | Á víkingaslóðum að Valgeirsstöðum í Norðurfirði | |
Ágúst | |||
Dagsetning | Brottfararstaður | Heiti | |
3.8.2017 | Kl. 8 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 | Fjölskylduganga um Laugaveginn | |
7.8.2017 | Kl. 10 á einkabílum á bílastæðið við Dettifoss. | Tröllaganga um Jökulsárgljúfur | |
11.8.2017 | Kl. 10 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 | Ævintýraferð um slóðir drauga- og útilegumanna | |
15.8.2017 | Kl. 17 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6. | Rathlaupaleikur við Reynisvatn | |
26.8.2017 | Kl. 11 á einkabílum á bílastæði við Rauðhóla. | Sveppasöfnun í Heiðmörk | |
September | |||
Dagsetning | Brottfararstaður | Heiti | |
2.9.2017 | Kl. 11 frá bílastæðinu við Gljúfrastein í Mosfellsdal | Trítlað um móa í Mosfellsdal | |
9.9.2017 | Kl. 11 frá bílastæðinu við Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi | Holdsveiki og Hallgerður langbrók | |
23.9.2017 | Kl. 11 frá Nauthólsvík | Margt býr í Öskjuhlíðinni | |
Október | |||
Dagsetning | Brottfararstaður | Heiti | |
7.10.2017 | Kl. 13:30 frá bílastæðinu við Gróttu, Seltjarnarnesi. | Fjöruferð í Gróttu | |
21.10.2017 | Kl. 11 á einkabílum frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 | Rötun og hellar: Óvissa! | |
Nóvember | |||
Dagsetning | Brottfararstaður | Heiti | |
10.11.2017 | Kl. 17 með rútu frá skrifstofu FÍ, Mörkinni 6 | Vetrarferð með jólaþema í Þórsmörk | |
Desember | |||
Dagsetning | Brottfararstaður | Heiti | |
27.12.2017 | Kl. 17:30 frá bílastæðinu við Nauthól í Nauthólsvík | Blysför og jólasveinar: Öskjuhlíð |