Ferðafélag barnanna: Sveppasöfnun með sérfræðingi í Heiðmörk

Þið fáið fræðslu um sveppasöfnun í ferð Ferðafélags barnanna í Heiðmörk. MYND / Björk Sigurðardóttir

Þið fáið fræðslu um sveppasöfnun í ferð Ferðafélags barnanna í Heiðmörk. MYND / Björk Sigurðardóttir

Ferðafélag barnanna hefur staðið fyrir skemmtilegri sveppasöfnun í Heiðmörk síðsumars með sérfræðingi frá Háskóla Íslands á hverju ári. Laugardaginn 27. ágúst næstkomandi 2016 verður farið í eina slíka ferð.

Sérfræðingar Háskólans mun kunna fólki að þekkja matsveppi frá óætum og aðferðir við að bæði geyma þá og matreiða.

Gert er ráð fyrir því að sveppaferðin öll taki um tvær klukkustundir.

Samkvæmt lýsingu á ferðinni þurfa þeir sem vilja læra að tína sveppi að mæta á bílum sínum á bílastæðið við Rauðhóla. Þaðan verður ekið í halarófu inn í Heiðmörk.

Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér bækur um sveppi og ílát til að setja sveppina í.

Sveppaferðin er hluti af samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands sem heitir Með fróðleik í faranesti.

Þátttakan er ókeypis og allir velkomnir í ferðina. Ekki þarf að panta sæti í ferðinni heldur er nóg að mæta við Rauðhóla klukkan 11:00 á laugardagsmorgun.

 

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd