Ferðafélag barnanna: Sveppaferð í Heiðmörk

Kátir ferðalangar stoltir með árangurinn í sveppaferð Ferðafélags barnanna árið 2014. MYND / Björk Sigurðardóttir

Kátir ferðalangar stoltir með árangurinn í sveppaferð Ferðafélags barnanna árið 2014. MYND / Björk Sigurðardóttir

Finnst ykkur ekki gaman að fara út í skóg og tína sveppi? Ferðafélag barnanna ætlar að bjóða þeim sem vilja í Heiðmörk á miðvikudag og gefst þar fjölskyldunni færi á að læra eitt og annað um sveppi og læra að tína þá. Lagt er af stað frá Öskju við Háskóla Íslands 2. september klukkan 17:00 og er gert ráð fyrir að ferðin öll taki 2-3 klukkustundir.

Athugið að þetta er sama ferð og ferðafélagið auglýsti á dögunum nú laugardaginn 29. ágúst klukkan 11:00. Ferðin hefur semsagt verið færð yfir á miðvikudag.

 

Lærið að tína sveppa

Á vefsíðu ferðafélagsins kemur fram að Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, kenni þeim sem drífa sig í sveppaferðina að þekkja matsveppi, aðferðir við að geyma þá og matreiða í fjörugri sveppagönguferð.

Ráðlagt er að þið stingið skemmtilegri sveppabók með í bakpokann ásamt íláti undir sveppina. Takið líka hlýju fötin og vindjakka enda aldrei að vita hvernig veðrið verður.

Þáttakan er ókeypis og þarf ekki að panta neins staðar til að taka þátt í sveppatínslunni.

ATHUGIÐ: Þessi viðburður var áður á dagskrá laugardaginn 29. ágúst klukkan 11. Hann hefur verið færður til.

 

[ad name=“POSTS“]

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd