Farið á hjólabretti í rigningu í Reykjavík

Það er hægt að fara á hjólabretti þó að rigni

Veðurstofan spáir rigningu í dag og hundleiðinlegu veðri eins og reyndar vikuna alla. Þá er nú skemmtilegra að gera eitthvað innandyra. Brettafélag Reykjavíkur tók í vor í notkun nýtt húsnæði í Dugguvogi 8 í Reykjavík. Framkvæmdir hafa staðið yfir og búið að taka um helming staðarins í notkun.

 

Á hjólabretti í rigningu

Það er tilvalið að fara og renna sér á brettum hjá Brettafélaginu þegar rignir úti. Aldurstakmarkaðið er ekkert – hér er átt við mömmur og pabba og afa og ömmur! Þið hættið að skeita þegar þið getið ekki staðið lengur í lappirnar.

Eitt skipti hjá Brettafélaginu kostar um 900 krónur en hægt er að kaupa ýmis konar afsláttarmiða. Kynnið ykkur málið betur hjá félaginu og skoðið opununartímana.

Brettafélag Reykjavíkur er á Facebook.

Deilið þessu:

Skildu eftir svar

Vinsamlegast láttu rétt nafn og netfang fylgja með athugasemd