
- This event has passed.
Vor í Árborg
22. apríl, 2018 - 26. apríl, 2018

Sveitarfélagið Árborg heldur hátíðina Vor í Árborg dagana 18. – 22. apríl.
Laugardagur 21. apríl
- Ljósmyndasýningin „Árborg í 20 ár“ í Sundhöll Selfoss kl. 15:00 – fram koma Jón Jónsson og Salka Sól en ásamt félögum í Harmonikkufélagi Selfoss
- Bókasafnið á Selfossi er opið milli kl. 11:00 og 15:00 þar sem ljósmyndasýningin „Miðbærinn – söguleg byggð“ er í Listagjánni og kl. 13:00 er börnum boðið að taka þátt í forritun en sá viðburður er hluti af vegabréfaleiknum.
- Byggðasafn Árnesinga er opið milli kl. 14:00 og 17:00.
- Konubókastofan á Eyrarbakka er með opið hús milli kl. 14:00 og 16:00.
- Á Stokkseyri er menningarverstöðin opin frá kl. 14:00 – 18:00.
- Egill Ólafsson ásamt Jónasi Þórir spila síðan í Stokkseyrarkirkju kl. 17:00 og er frítt inn á tónleikana.
- Í Rauða húsinu á Eyrarbakka dregur Magnús Karel fram eldri myndir af fólki og umhverfi af bakkanum.
Sunnudaginn 22.apríl
- Útivist kl. 10:00 – hægt að ganga á Ingólfsfjall undir leiðsögn félaga úr Björgunarfélagi Árborgar.
- Skákfélagið verður með kynningu í Fischersetrinu kl. 11:00
- Veiðisafnið og Gallery Gimli eru opin á Stokkeyri
- Svarti klettur hjá Elfari Guðna opinn í menningarverstöðinni.
- Óðinshús, Byggðasafn Árnesinga og Konubókastofan bjóða alla velkomna á Eyrarbakka
- Vor í Árborg endar í gamla frystihúsinu á Eyrarbakka kl. 16:00 þegar Valgeir Guðjóns og Ásta Kristrún bjóða til fuglatónleika. Gamla frystihúsið er staðsett að Eyrargötu 51-53.
[ad name=”POSTS”]