
- This event has passed.
Vetrarhátíð: Sundlauganótt í 10 sundlaugum
6. febrúar, 2016 - 16:00 - 22:30

Sundlauganótt á höfuðborgarsvæðinu er hluti af Vetrarhátíð. Sundlauganótt er laugardaginn 7. febrúar. Á þessum degi er frítt í 10 sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 16:00 og langt fram á kvöld.
Brugðið verður á leik í sundlaugunum og er leitast við að bjóða gestum upp á skemmtilega kvöldstund í myrkrinu.
Fram kemur á vefsíðu Vetrarhátíðar að sundlaugargestir eru hvattir til að taka þátt með því að dansa, syngja eða slaka á og njóta.
Jóga á sundlauganótt
Sem dæmi um viðburð á sundlauganótt eru kósíheitin í Árbæjarlaug. Þar verður frítt inn í sundlaugina fyrir alla frá klukkan 18:00. Ef veður leyfir verður við útilaugina kertaljós frá klukkan 18:00 til miðnættis og spiluð rómantísk tónlist á bakkanum. Í innilauginni verða tveir viðburðir.
Klukkan 20:00 verður boðið upp á jóga í vatni undir handleiðslu Arnbjargar Kristínar Konráðsdóttur og á staðnum verður plötusnúður sem spilar sérstaka jógatónlist. Klukkan 20:30 verður svo í boði samflot undir seyðandi tónum gongsins, flotbúnaður verður lánaður gestum án endurgjalds en takmarkaður fjöldi er í boði.
[ad name=“POSTS“]