
- This event has passed.
Sprengjugengi og sólmyrkvi í Háskóla Íslands
31. október, 2015 - 12:00 - 16:00

Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands stendur fyrir Vísindadegi laugardaginn 31. október.
Dagskráin er fjölbreytt í ár og boðið verður upp á marga skemmtilega og fræðandi viðburði um nýjustu tækni og vísindi fyrir alla fjölskylduna.
Sprengjugengið sýnir efnafræðitilraunir og Vísindasmiðja Háskóla Íslands eðlisfræðitilraunir, lið Team Spark verður á staðnum með rafknúinn kappakstursbíl og Sólmyrkva-Sævar býður upp á ferðalag um undur sólkerfisins í Stjörnutjaldinu.
Þá munu fremstu vísindamenn landsins fara yfir efnafræði alheimsins, ljós og líf, DNA, nýjan jáeindaskanna Landspítalans, hvali og fugla, ofurtölvur, eldfjöll og jökla, Einstein og Holuhraun.
Boðið verður upp á veitingar í tilefni Hrekkjavöku.
Það er alveg tilefni til að kíkja í Háskóla Íslands.
[ad name=“POSTS“]