Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Sögustund fyrir svefninn á bókasafni í náttfötum

10. desember, 2015 - 19:00 - 20:00

Umhugsunin um sögustund vekur upp tillhlökkun hjá þeim yngri og góðar minningar hjá þeim eldri . Það var fátt skemmtilegra í æsku en að fara í náttfötin, ná í uppáhalds bangsann sinn og hlusta á mömmu eða pabba lesa sögu fyrir svefninn.

Borgarbókasafnið í Sólheimum  býður upp á svolítið skemmtilega sögustund fimmtudaginn 10. desember. Þeir sem koma þangað um kvöldmatarleytið geta nefnilega mætt í náttfötunum og tekið bangsa með og hlustað á skemmtilega sögu fyrir svefninn.

Aðgangur er ókeypis. En best er að skrá sig til þátttöku. Skráning er í síma 411 6160 eða netfangið solheimasafn@borgarbokasafn.is.

Saga fyrir svefninn

Sólheimasafn er fyrsta húsnæði Borgarbókasafns Reykjavíkur sem strax í upphafi var hannað og byggt með þarfir bókasafns í huga. Safnið opnaði árið  1948 að Hlíðarenda við Langholtsveg. Það fluttist fljótlega í Efstasund og þaðan í Sólheima í ársbyrjun 1963.

Þótt Sólheimasafn sé ekki stórt um sig, rétt rúmir 200 fermetrar, er þar góður safnkostur bæði fyrir börn og fullorðna.

Nú er bara að elda snemma og drífa sig á Sólheimasafn í sögustund og náttfatapartí annað kvöld.

Details

Date:
10. desember, 2015
Time:
19:00 - 20:00
Event Category:
Event Tags:
, , , , , ,

Venue

Sólheimasafn
Sólheimum 27
Reykjavík, Reykjavík 104 Iceland
+ Google Map

[ad name=“POSTS“]