
- This event has passed.
Skólahljómsveit Grafarvogs í Spönginni
7. maí, 2016 - 14:00 - 15:00
Skólahljómsveit Grafarvogs heldur tónleika í Menningarhúsinu Spönginni laugardaginn 7. maí. Tónleikarnir hefjast klukkan 14:00 og lýkur þeim klukkan 15:00. Ókeypis er á tónleika hljómsveitarinnar.
Á vefsíðu Borgarbókasafn kemur fram að skólahljómsveit Grafarvogs var stofnuð 1993 og sinnir nú á annað hundrað grunnskólanemendum í Grafarvogi, Grafarholti og Úlfarsárdal. Þetta er því geysistór hljómsveit og skiptist hún því í þrjá hluta.
Spila Thriller og Alladín
Skólahljómsveit Grafarvogs hefur hlotið viðurkenningu Nótunnar fimm sinnum og komið fram í sjónvarpi fjölmörgum sinnum.
Hópurinn sem kemur fram á bókasafninu í Spönginni er næstelsta sveitin, svokölluð B-sveit. Í henni eru aðallega krakkar í 5. – 7.bekk. Þau leika fjörug lög og skemmtileg lög: allt frá Thriller til tónlistar úr teiknimyndinni Alladín.
[ad name=“POSTS“]