Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Skógarleikarnir í Heiðmörk

16. júlí, 2016 - 14:00 - 17:00

Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir Skógarleikunum í Heiðmörk laugardaginn 16. júlí á milli klukkan 14-17. Skógarleikarnir eru í Furulundi í Heiðmörk.

Þetta er annað árið í röð sem leikarnir eru haldnir.

Á skógarleikunum munu nokkrir af færustu skógarhöggsmönnum Suður- og Vesturlands leiða saman hesta sína í hefðbundnum skógarhöggsgreinum svo sem axarkasti, bolahöggi og af-kvistun trjábola. Í leikslok fá gestir að spreyta sig í axarkastinu. Stjórnandi leikanna er skógfræðingurinn Gústaf Jarl og dómari er Björn Bjarndal eða hinn eini sanni Skógar-Björn.

Gestum er boðið í grillveislu þar sem grillað verður meðal annars yfir varðeldi skógarbrauð á priki og rjúkandi ketilkaffi verður einnig á boðstólum. Skógræktarfélagið bíður alla hjartanlega velkomna og vonast til að gestir á öllum aldri geti átt ævintýralega upplifun í Furulundi þennan sumardag.

Details

Date:
16. júlí, 2016
Time:
14:00 - 17:00
Event Category:
Event Tags:
, ,

[ad name=“POSTS“]