
- This event has passed.
Skagafjörður: Lummudagar í Skagafirði
23. júní, 2016 - 26. júní, 2016

Lummudagar í Skagafirði er skemmtileg hátíð sem haldin víða í firðinum, bæði á Sauðárkróki, í Varmahlíð og Hofsósi.
Í gegnum tíðina hefur verið boðið upp á ýmsilegt skemmtilegt, s.s. hoppukastala, íþróttaleiki og margt fleira. Hápunkturinn hefur verið keppni í lummubakstri. Ekki er að sjá af drögum að dagskránni að keppnin fari fram í ár.
Dagskráin er í grófum dráttum svona:
Fimmtudagurinn 23. júní
Kl.17:00 – Setning Lummudaga verður haldin á lóð Árskóla.
Þar verður boðið upp á fiskisúpu, tónlist, hundasýning og parkoursýning.
Kl 18:30 – Raggý verður með Lummuzumba á Mælifell.
Kl 20:00 – Menningardagskrá í Gúttó.
Föstudagurinn 24. júní
Kl. 16:00 – Sápubolti í Ártúninu. Skráning fer fram á staðnum kl 15:45.
Kl. 19:00 – Götugrill.
Kl.20:00 – Tónleikar VSOT í Bifröst.
Laugardagurinn 25. júní
Kl.13:00 – Fjölskylduskemmtun hjá Crossfit 550 að Borgarflöt 5.
Þrautabraut sem allir geta spreytt sig á og pylsur í boði fyrir alla.
Kl.13:00 – Hafdís og Klemmi. Leikrit verður flutt í Sauðárkrókskirkju. Allir krakkar velkomnir á þessa stórskemmtilegu sýningu.
Kl.14:00 – Götumarkaður í Aðalgötu.
Kl.15:00 – BMX Brós verða með sýningu og námskeið við Aðalgötu.
Kl.20:30 – Drangey music festival!
Þið getið fylgst nánar með hátíðinni og framvindu hennar á Facebook-síðu Lummudaga í Skagafirði.
[ad name=“POSTS“]