Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Vertu skrímsli í Gerðubergi

24. október, 2015 - 14:00 - 16:00

Þið þekkið sögurnar um Stóra skrímsli og Litla skrímsli, er það ekki? Bækurnar eru orðnar átta talsins.

Menningarhúsið Gerðuberg býður allri fjölskyldunni að ganga inn í heim litla og stóra skrímslisins og upplifa veröldina frá þeirra sjónarhorni. Meðal þess sem hægt er að gera er að líta inn á heimili stóra skrímslisins eða heimsækja litla skrímslið, fara um vinalegan skrímslaskóginn eða spennandi skúmaskot skrímslaþorpsins.

Um helgar verður reglulega boðið upp á skrímslasmiðjur eða föndurstundir fyrir fjölskyldur, fylgist með hér á heimasíðu Borgarbókasafnsins og Facebook síðu

Vertu skrímsli

Víðsvegar í sýningunni er hægt leika sér að hætti skrímslanna: leika með kubba eða liti, glíma við skrímslaskák og aðrar þrautir. Svo þurfa skrímslin auðvitað stöðuga hjálp gesta við að hafa upp á skrímslakisanum sem iðulega týnist í dagsins önn. Umfram allt er gestum gefinn kostur á að setjast niður og eiga afslappaða stund með bók í hönd og verða um leið þátttakendur í sögunum um skrímslin tvö.

Skrímslaþrautir

Skrímslasýningin er sérstaklega hugsuð sem tækifæri fyrir fjölskyldur að eiga notalega stund saman, blaða í bók, leysa þrautir og kynnast betur skrímslunum tveimur.

Sýningarhönnun og stjórn er í höndum Áslaugar Jónsdóttur, eins þriggja höfunda Skrímslabókanna, og Högna Sigurþórssonar. Skrímslabækurnar eru samstarfsverkefni Áslaugar, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler og eru skrifaðar á íslensku, færeysku og sænsku.

Details

Date:
24. október, 2015
Time:
14:00 - 16:00
Event Category:
Event Tags:
, , , , ,

Organizer

Unnamed Organizer
Website:
https://www.facebook.com/Gerduberg?fref=ts

Venue

Gerðuberg Menningarhús
Gerðuberg 3-5
Reykjavík, Höfuðborgarsvæðið 111 Iceland
+ Google Map
Phone:
411 6170
Website:
http://www.borgarbokasafn.is/

[ad name=“POSTS“]