
- This event has passed.
Síðustu forvöð: Leikrit um Bangsímon og vini hans
21. nóvember, 2015 - 00:00
Leikfélag Selfoss sýnir Bangsímon eftir Peter Snickars í leikstjórn Guðfinnu Gunnarsdóttur.
Leikgerðin var skrifuð eftir hinum ástsælu sögum A.A. Milne sem flestir þekkja og var það Sigríður Karlsdóttir sem þýddi leikritið, en þýðing söngtexta var í höndum Hönnu Láru Gunnarsdóttur.
Leikritið var frumsýnt laugardaginn 31. október og hefur verið uppselt síðan. Leikritið um Bangsímon og vini hans verður sýnt í takmarkaðan tíma og því er um að gera og drífa sig á sýninguna.
Þetta er síðasti sýningardagurinn verður leikritið sýnt tvisvar þennan dag.
9. sýning 21. nóvember laugardagur kl. 14:00
10. sýning 21. nóvember laugardagur kl. 16:00
Bangsímon er hugljúft og skemmtilegt leikrit fyrir börn á öllum aldri. Það var fyrst sett á svið hjá leikfélaginu fyrir 20 árum síðan og hlökkum við til að kynna næstu kynslóð fyrir Bangsímoni og vinum hans í Hundraðekruskógi.
[ad name=“POSTS“]