
- This event has passed.
Sauðamessa í Borgarnesi
3. október, 2015

Árleg sauðamessa er í Borgarnesi í dag.
Messan hófst klukkan 10 í morgun með sauðaspinning í íþróttamiðstöðinni Borgarnesi. Klukkan 13 er upphitun í Skallagrímsgarði með harmonikkuspili og hita komið í skankana fyrir smala.
Líf og fjör með sauðfé
Klukkan 13:30 hefst fjárrekstur undir styrkri stjórn fjármálastjórans Jóns Eyjólfssonar á Kópareykjum. Rekið verður frá Skallagrímsgarði og upp í rétt, rétt við Menntaskóla Borgarfjarðar/Hjálmaklett.
14:00 Á dagskrá á sviði við Hjálmaklett er hátíðin sett. Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur syngur um lífið. Þá verða umhverfisverðlaun Borgarbyggðar afhent og margt fleira.
Frá klukkan 14-17 verður boðið upp á sauðasúpu með Stafrófum, frí andlitsmálning fyrir börn og flippaða fullorðna, markað með sauðslegan varning, Geir Konráð Theodórsson víkingur sprangar um og skemmtir. Svo er margt fleira í boði.
Sauðamessunni lýkur með balli með Á móti sól í Mennta- og menningarhúsinu Hjálmakletti.
Þið getið lesið meira um Sauðamessuna á Facebook.
[ad name=“POSTS“]