Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Vetrarhátíð: Ókeypis í meira en 40 söfn

5. febrúar, 2016

Safnanótt er hluti af Vetrarnótt. Safnanótt verður haldin föstudagskvöldið 5. febrúar en þá opna tæplega 40 söfn á höfuðborgarsvæðinu dyr sínar og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Fram kemur á vefsíðu Vetrarhátíðar að yfir 100 viðburðir eru í boði á Safnanótt.

Leikir á Safnanótt

Dagskráin telur um 100 viðburði og felur m.a. í sér: Bíóhrylling og lík á Sjóminjasafninu, netgjörning sem er 1 tonn að þyngd í Listasafni ASÍ, lifandi leikhúsdrauga og alvöru kóngastóla í Leikminjasafninu í Iðnó, flakkara, farandverkamenn og flóttafólk í Þjóðskjalasafninu,  silkiþrykkprent í Molanum,  mósaík og margfalda hamingju í Gerðarsafni,  ljóðasmiðju og ljúfa tóna í Bókasafni Garðabæjar, ferðalag ímyndunaraflsins í tröllasögusmiðju í Hönnunarsafninu, Stjörnustríð í Bókasafni Hafnarfjarðar, skrautlegt grímuball í Bókasafni Seltjarnarness, stjörnuskoðun í Ásmundarsafni og möguleika til að skapa eigið listaverk í Hafnarhúsi Listsafns Reykjavíkur.

Sérstakur Safnanæturstrætó gengur frítt á milli safnanna og auðveldar gestum að heimsækja söfnin á Safnanótt. Leiðarkerfi Safnastrætó má finna á vefsíðu hátíðarinnar, vetrarhatid.is undir tenglinum samgöngur.

Á Safnanótt fer fram Safnanæturleikur og geta gestir tekið þátt með því að svara þremur laufléttum spurningum og safna þremur stimplum frá mismunandi söfnum sem þeir heimsækja. Heppnir Safnanæturgestir geta unnið árskort á söfn, listaverkabækur og annað skemmtilegt en fimmtíu fjölbreyttir vinningar eru í boði. Hægt er að nálgast Safnanæturleikinn á öllum söfnum sem taka þátt í Safnanótt.

Nánari upplýsingar á vefsíðu Vetrarnætur.

Details

Date:
5. febrúar, 2016
Event Category:
Event Tags:
, , ,

[ad name=“POSTS“]