Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Sæla í heila helgi á Suðureyri

7. júlí, 2016 - 10. júlí, 2016

Sæluhelgin á Suðureyri er hátíð fyrir alla fjölskylduna og stendur hún yfir dagana 7.-9. júlí 2016.

Dagskráin er birt á vefsíðu Ísafjarðarbæjar. Þar sést að boðið verður upp á heljarinnar stuð fyrir alla fjölskylduna, hoppukastala, andlitsmálun fyrir börn og óvissu og ævintýraferð fyrir 13-17 ára ungmenni.

Föstudagurinn 8. júlí

10.00 Hoppukastalar blásnir upp
17.00 Skráning í Mansakeppnina
17.30-18.00 Mansakeppni 12 ára og yngri
19.00-23.00  Fjölskylduhátíð í Bryggjukoti: Hátíðarsetning, kynning á Sæluhelgarlaginu 2016, „Syngdu með“ eftir Emmu Ævarsdóttur, sameiginlegt grill, viðurkenning fyrir Sæluhelgarlagið og fyrir frumlegasta appelsínugula búninginn, barnaball með mömmu, pabba, afa, ömmu, frænku og frænda. Stulli puð sér um stuðið.
23.30-03.00 Stórdansleikur í FSÚ. „Hljómsveitin Upplyfting“ sér um að halda uppi rífandi stemmingu fram undir morgunsól

Laugardagurinn 9. júlí

10.00 Hoppukastalar blásnir upp
11.00-12.30 Skráning/æfing fyrir söngvarakeppnina í Íslandssögu sem verður með sama sniði og í fyrra þar sem söngvarar koma með sinn eigin undirleik hvort sem er lifandi eða af diski. Emma sér um skráningu, sendið sms.í 693-7664
11.00-12.30 Þorpsganga í boði Fisherman. Skráning á kaffihúsinu Fisherman
13.00-18.00 Sæluhátíð á Freyjuvöllum og í Bryggjukoti. m.a. Markaðstorg, Kaffisala Ársólar, pylsusala Stefnis, matarkynning annarra landa, vinsæli harðfiskurinn hans Valla, andlitsmálun fyrir börnin, Sleggjukastið, Húsmæðrafótboltinn, Söngvarakeppnin og verðlaunaafhending. (básapantanir á markaðstorgi hjá Aðalsteini í s.855-0278)
18.00-22.00 Stund milli stríða
22.00-01.00 Óvissu og Ævintýraferð unglinga 13 til 17 ára.(mæting á Sjöstjörnu)

 

Sunnudagurinn 10. júlí

10.00 Hoppukastalar blásnir upp
12.00 Fjölskylduganga upp að surtarbrandsnámunni fyrir ofan Botn. Fararstjóri: Sturla Páll Sturluson
12.00-16.00 Fjósið í Botni opið fyrir hátíðargesti. Boðið er uppá kaffi og hjónabandssælu. Söluborð verður á staðnum og eitt er víst að það er alltaf fjör hjá Helgu
15.30 Fjárhústónleikar með Magnúsi Trausta og Sæluslútt

Details

Start:
7. júlí, 2016
End:
10. júlí, 2016
Event Category:
Event Tags:
, ,

Venue

Suðureyri
Túngata 8
Suðureyri, Ísafjörður 430 Iceland
+ Google Map

[ad name=“POSTS“]