
- This event has passed.
Reykjavík: Lífveruleit í Laugardal
1. júlí, 2020 - 10:00 - 6. júlí, 2020 - 18:00

Hvað:
Í júlí stendur gestum Grasagarðsins og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins til boða að taka þátt í lífveruleit í lífríki Laugardalsins.
Til að taka þátt í lífveruleitinni má nálgast fróðleiksspjöld, annað hvort í afgreiðslu Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, eða í anddyri garðskálans í Grasagarðinum. Spyrjið starfsfólkið ef þið finnið ekki spjöldin. Á spjöldunum eru nokkur einföld verkefni/viðfangsefni þar sem þátttakendur eru hvattir til að leita að ákveðnum gerðum lífvera og velta fyrir sér nokkrum áhugaverðum spurningum. Verkefnin henta fólki á öllum aldri.
Lífveruleitin er samstarfsverkefni Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, Grasagarðs Reykjavíkur og Reykjavík-iðandi af lífi en hið síðastnefnda er sérstakt fræðsluátak um líffræðilega fjölbreytni í borginni.
Hvar:
Grasagarðurinn í Laugardal í Reykjavík.
Hvenær:
1. júlí – 30. júlí frá klukkan 10:00-18:00.
Kostar?
Meiri upplýsingar:
[ad name=”POSTS”]