Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Norræna húsið: Sýning um Línu Langsokk

1. desember, 2015 - 12:00 - 23. desember, 2015 - 17:00

Í tilefni af því að 70 ár eru liðin frá því fyrsta bókin um prakkarann Línu Langsokk kom út heldur Norræna húsið sýningu um þessa hressu stelpu fram til jóla.

Sögurnar um ævintýri Línu Langsokks spruttu upp úr sögum sem Astrid Lindgren sagði dóttur sinni af ærslafullri níu ára stelpu þegar hún var veik heima og gat ekki farið í skólann. Fyrsta bókin kom út árið 1945 og komu sögurnar út allt til ársins 2000.

Sýningin opnaði með stórri afmælisveislu í Norræna húsinu 28. nóvember. Talið er að allt að 800 gestir hafi komið í veisluna.

Góða skemmtun

Sýningin stendur fram að jólum á milli klukkan 12:00 og 17:00. Þetta er ómissandi sýning fyrir börn og konur og kalla með skalla. Ef fullorðna fólkið vill gleðja lítil hjörtu þá verða þau að fara saman á sýninguna um Línu Langsokk í Norræna húsinu.

Nú getið þið farið og aldeilis skemmt ykkur að hætti Línu Langsokks!

Details

Start:
1. desember, 2015 - 12:00
End:
23. desember, 2015 - 17:00
Event Category:
Event Tags:
, , , ,

Venue

Norræna húsið
Sturlugata 5
Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland
+ Google Map

[ad name=“POSTS“]