
- This event has passed.
Náttfatapartí á bókasafni
8. október, 2015 - 19:00 - 20:00

Borgarbókasafnið í Sólheimum býður upp á svolítið skemmtilega sögustund fimmtudaginn 8. október næstkomandi. Þeir sem koma þangað um kvöldmatarleytið geta nefnilega mætt í náttfötunum og tekið bangsa með og hlustað á skemmtilega sögu fyrir svefninn.
Gamalt bókasafn
Sólheimasafn er fyrsta húsnæði Borgarbókasafns Reykjavíkur sem strax í upphafi var hannað og byggt með þarfir bókasafns í huga. Safnið opnaði árið 1948 að Hlíðarenda við Langholtsveg. Það fluttist fljótlega í Efstasund og þaðan í Sólheima í ársbyrjun 1963.
Þótt Sólheimasafn sé ekki stórt um sig, rétt rúmir 200 fermetrar, er þar góður safnkostur bæði fyrir börn og fullorðna.
Nú er bara að elda snemma og drífa sig á Sólheimasafn í náttfatapartí.
[ad name=“POSTS“]