Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Myndasögur: Síðustu forvöð að sjá skondnar myndir

29. júlí, 2015 - 10:00 - 31. júlí, 2015 - 19:00

Síðustu forvöð eru að sjá frekar skemmtilega myndasögusýningu Halldórs Baldurssonar í Borgarbókasafninu í Grófinni en síðasti dagurinn til að sjá hana er 31. ágúst næstkomandi.

Halldór Baldursson (1965) hefur starfað sem teiknari frá árinu 1989. Hann varð stúdent af listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1985 og útskrifaðist frá Grafíkdeild MHÍ 1989. Halldór hefur teiknað látlaust um allt og fyrir alla frá útskrift, allt frá Námsgagnastofnun til auglýsingastofa og myndskreytt tugi bóka, sérstaklega barnabækur og fengið fyrir þær marvíslegar viðurkenningar. Síðan 2005 hefur hann aðallega teiknað pólitískar skopmyndir og myndasögur í dagblöð á borð við Fréttablaðið og Viðskiptablaðið, Blaðið og 24 Stundir auk Morgunblaðsins. Í mörg blöð teiknaði hann á hverjum degi.

 

 

Á myndir í mörgum barnabókum

Afrakstur Halldórs má sjá í tveimur útgefnum bókum hans, 2006 í grófum dráttum (2006) og Skuldadagar (2009).

Þá hefur Halldór myndskreytt barnabækurnar Allir með Strætó (2000) og Hundurinn sem þráði að verða frægur (2001) eftir Guðberg Bergsson, Söguna af húfunni fínu (1993) og Númi og höfuðin sjö (2000) eftir Sjón, Sögurnar af Evu Klöru (2003) eftir Heiði Baldursdóttir, bækur Kristínar Helgu Gunnarsdóttur um Fíusól (2004-2010) og Bessastaðabækur Gerðar Kristnýar (2007 og 2009).

Halldór hlaut hönnunarverðlaun og viðurkenningar FÍT í flokki myndskreytinga árin 2002, 2004, 2006, 2008 og aðalverðlaun Félags Íslenskra Teiknara 2009. Þá fékk hann bókaverðlaun barnanna 2005 fyrir Fíusól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Íslensku barnabókaverðlaunin 2006 fyrir Prinsessuna undurfögru og hugrakka prinsinn hennar eftir Margréti Tryggvadóttur. Hann var tilnefndur til blaðamannaverðlauna fyrir skopmyndir sínar 2007 og 2010 og heiðursverðlauna Myndstefs 2007.

Details

Start:
29. júlí, 2015 - 10:00
End:
31. júlí, 2015 - 19:00
Event Category:
Event Tags:
, , ,
Website:
http://www.borgarbokasafn.is/is/content/skissur-krot-og-allsbert-fólk-halldór-baldursson

Venue

Borgarbókasafn, Grófinni
Tryggvagata
Reykjavík, Höfuðborgarsvæðið 101 Iceland
+ Google Map
Phone:
411 6100
Website:
http://www.borgarbokasafn.is/

[ad name=“POSTS“]