Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Margt í boði á Bókasafnsdeginum

8. september, 2015

Bókasafnsdagurinn er haldinn í 5. sinn í dag. Tilgangurinn er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna og upplýsingamiðstöðva.

Í tilefni dagsins er ýmislegt skemmtilegt í boði.

Nesti og nýir skór 
Ibby á Íslandi gefur út bókina Nesti og nýir skó í samvinnu við Mál og menningu. Í henni eru sögur, myndir og ljóð frá fyrri tímum – sögur sem foreldrar, kennarar, ömmur og afar þekkja og munu njóta þess að kynna fyrir börnum sínum. Útgáfuhóf verður í Borgarbókasafni Grófinni kl. 17.00 og verður boðið uppá kaffi og konfekt. 

Vísa í veskið eða vasann. 
Í öllum söfnum verður boðið upp á „Vísu í veskið eða vasann“ Þar verður gestum safnsins boðið upp á eru lítil umslög í mismunandi litum sem innihalda vísur eða ljóð eftir íslenskar konar.

Uppáhalds íslensku kvenrithöfundarnir
Í tilefni dagsins og 100 árstíð kosningaréttar kvenna til Alþingis verður birt á veggspjaldi uppáhalds íslensku kvenrithöfundunum valdir af starfsmönnum bókasafna um allt land. Stillt verður út bókum eftir íslenska kvenrithöfunda á öllum söfnunum.

Hvar lestu?
Á nokkrum söfnum Borgarbókasafnsins verður skemmtileg skjámyndasýning sem sýnir fólk lesa við hinar ýmsu aðstæður.

Topp-tíu
Veggspjald með samtekt á 10 vinsælustu barnabókunum í sumarlestri Borgarbókasafnsins.

Uppskeruhátíð sumarlesturs
Uppskeruhátíð sumarlesturs í Borgarbóksafninu Kringlunni kl. 17:00. Viðurkenningar veittar fyrir þátttöku í sumarlestri.

Details

Date:
8. september, 2015
Event Category:
Event Tags:
, ,

[ad name=“POSTS“]