
- This event has passed.
Ljósanótt í Keflavík
3. september, 2015 - 6. september, 2015
Ljósanótt hefur verið haldin á hverju ári í Reykjanesbæ fyrstu helgina í september síðan árið 2000. Hún er kennd við ljósin sem lýsa um Keflavíkurberg. Það er sá hluti Hólmsbergs, sem snýr að Keflavík.
Haldnar eru sýningar af ýmsu tagi, tónleikar, sýningar og margs konar samkomur. Verslanir hafa ýmiss konar tilboð og margt er sér til gamans gert. Hápunktur hátíðarinnar er á laugardagskvöldinu, en þá er samkoma á Myllubakka, þar sem þekktar hljómsveitir skemmta á meðan dimmir. Þegar myrkur er skollið á eru ljósin á Berginu kveikt og síðan er flugeldasýning. Bergið blasir við frá Myllubakka og sjá áhorfendur því vel þegar ljósin eru kveikt.
Nánari upplýsingar má nálgast á vef Ljósanætur.
[ad name=“POSTS“]