
- This event has passed.
Kex Hostel: Börnin elda og syngja
15. nóvember, 2015 - 13:00 - 14:00

Heimilislegir sunnudagar er skemmtileg og ókeypis samverustund á Kex Hostel í Reykjavík fyrir börn og foreldra, afa og ömmur eða frænkur og frændur. Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði er boðið upp á krakkajóga en eitthvað annað aðra daga.
Í dag verður boðið upp á matarsmakk fyrir börnin. Börnin fá að gera sína eigin popppoka og skreyta múffur. Ljúfir tónar munu hljóma og geta börnin tekið undir.
Eldað verður upp úr bókinni Eldum sjálf sem bókaútgáfan Salka var að gefa út. Bókin er matreiðslubók fyrir börn með uppskriftum sem þau geta spreytt sig á.
Þið verðið að kíkja á Kex Hostel og heimilislegu sunnudagana að föstum punkti í tilverunni.
[ad name=“POSTS“]