
- This event has passed.
Kex Hostel: Bíómyndin um Sveppa og vini hans
8. maí, 2016 - 13:00 - 15:00

Það er alltaf stuð á Heimilislegum sunnudögum á Kex Hostel enda ævinlega boðið upp á eitthvað skemmtilegt fyrir krakka á þessum degi.
Sunnudaginn 8. maí verður bíódagur. Þá verður klukkan 13:00 sýnd myndin Algjör Sveppi og Töfraskápurinn.
Kvikmyndin fjallar um skáp í herberginu hans Sveppa sem er gæddur töfrum. Dag einn lokast Ilmur, vinkona Sveppa, inni í skápnum og kemst ekki út. Illmenni í útlöndum lætur ræna skápnum með Ilmi í honum. Sveppi, Villi og Gói þurfa að elta bófana, finna skápinn og bjarga Ilmi.
Þetta er hörkuspennandi mynd og stórskemmtileg.
Rúsínan í pylsuendanum er sú að eins og á Heimilislegum sunnudögum þá er ókeypis í bíóið á Kex Hostel.
[ad name=“POSTS“]