
- This event has passed.
Jólasveinar koma til Selfoss
12. desember, 2015 - 15:30 - 17:00

Heilmikil stemning myndast á Selfossi þegar jólasveinarnir koma niður af Ingólfsfjalli og koma á vörubíl inn í bæinn fyrir jólin til að heilsa upp á bæjarbúa og nærsveitunga á jólatorginu í Sigtúnsgarðinum. Sigtúnsgarðurinn á Selfossi er beint á móti Ölfusárbrú.
Jólasveinarnir koma nú til byggða á Selfossi laugardaginn 12. desember.
Dagskráin hefst klukkan 15:30 og er búist við því að þeir stoppi á torginu klukkan 16:00.
Jólasveinar stíga á stokk
Þegar jólasveinarnir verða komnir í bæinn er hefð fyrir því að þeir stígi á stokk og tralli fram eftir öllu.
Það er góð hugmynd að mæta á jólatorgið í Sigtúnsgarðinum á Selfossi og fagna því þegar jólasveinarnir koma í bæinn.
Jólamarkaður er við torgið og er hann opinn frá klukkan 13:00 til 17:00.
[ad name=“POSTS“]