
- This event has passed.
Þjóðminjasafnið: Jólasveinar koma í heimsókn
12. desember, 2015 - 11:00 - 24. desember, 2015 - 12:00

Á hverju ári heimsækja jólasveinar Þjóðminjasafnið og jólasýningar og ratleikur eru í boði. Í Safnahúsinu við Hverfisgötu verða gömul jólatré sýnd í lestrarsalnum.
Frá 12.-24. desember klukkan 11:00 mæta jólasveinarnir til byggða, en þeir hafa lagt það í vana sinn að koma við í Þjóðminjasafninu á hverjum morgni.
Þjóðminjasafnið á tveimur stöðum
Jólasýning stendur á Torgi Þjóðminjasafnsins frá upphafi aðventu og eru jólatré til sýnis í Safnahúsinu.
Safnbúðir Þjóðminjasafnsins við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu eru fullar af þjóðlegum leikföngum, vönduðum minjagripum og bókum.
Fram kemur á vef Þjóðminjasafnsins að veitingar má fá hjá Kaffitári í Þjóðminjasafninu og Kapers í Safnahúsinu.
[ad name=“POSTS“]