
- This event has passed.
Selfoss: Stafaleikur og jólagluggi fyrir börnin
1. desember, 2015 - 24. desember, 2015

Í Árborg er frá 1. desember opnaður einn jólagluggi á dag fram að jólum. Jólaglugginn er hjá stofnunum og fyrirtækjum í Árborg. Fyrsti glugginn var opnaður á Bókasafninu 1. desember en sá næsti í leikskólanum Hulduheimum á Selfossi. Þetta er sjötta árið í röð sem jólaglugginn er opnaður í Árborg.
Skemmtilegur stafaleikur
Á vef Árborgar segir að í tengslum við jólagluggana er gáta fyrir yngri kynslóðina en í hverjum glugga leynist bókstafur sem þarf að finna og setja inn á ákveðið þátttökueyðublað. Í lokin ætti að hafa myndast setning sem ætti að geta svarað tveimur spurningum á blaðinu. Síðan er hægt að skila blaðinu og eiga möguleika á veglegum verðlaunum. Fjöldi fyrirtækja og stofnana taka þátt í jólagluggunum.
Hér að neðan má sjá hvar jólagluggarnir opna og hægt að prenta út þátttökueyðublað.
Jólagluggar 2015 – hvar opna gluggarnir
Gáta fyrir klára krakka úr jólagluggunum 2015 – þátttökueyðublað
[ad name=“POSTS“]