
- This event has passed.
Japanshátíð fyrir alla í Háskóla Íslands
30. janúar, 2016 - 13:00 - 17:00

Japanskar teiknimyndasögur, bardagalist, matur, menning og tónlist er meðal þess sem í boði verður á hinni árlegu Japanshátíð sem haldin verður á Háskólatorgi Háskóla Íslands laugardaginn 30. janúar kl. 13-17. Þetta er í tólfta sinn sem hátíðin er haldin.
Ókeypis er á hátíðina í Háskóla Íslands og allir velkomnir.
Á Japanshátíðinni er boðið upp á kennslu í origami og að teikna manga fígúrur, horfa á atriði eða drekka japanskt te. Gestum býðst m.a. að smakka japanskan mat, fá nafn sitt ritað á japönsku, kynnast japanskri tungu á sérstökum tungumálabás ásamt því að skoða glæsilega Ikebana-blómaskreytingu.
Dægurtónlist í Háskóla Íslands
Á hátíðinni verður líka kynning á japanskri dægurtónlist (J-pop) og munu nemendur háskólans í japönsku syngja og spila lög úr þekktum Anime-teiknimyndum ásamt hefðbundinni japanskri tónlist. Hefðbundinn japansku klæðnaður verður sýndur og kynntur á sérstakri tískusýningi og jafnframt stíga sérfræðingar í japanskri bardagalist á stokk og sýna listir sínar.
Fram kemur á vef Háskóla Íslands um hátíðina að einn af hápunktum Japanshátíðarinnar síðustu ár sé svokölluð Cosplay-búningakeppni en þar klæðast keppendur búningum byggðum á frægum persónum úr japönskum teiknimyndum.
[ad name=“POSTS“]