Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Ikea: Allir lesa í sófum og rúmum

14. febrúar, 2016 - 15:00 - 18:00

Ikea er málið sunnudaginn 14. febrúar. Þá hefst síðasta vikan í hinum æsispennandi landsleik Allir lesa. Af því tilefni er lestrarhestum landsins boðið að fjölmenna á efri hæð verslunarinnar kl 15:00, koma sér vel fyrir í sófum, hægindastólum og rúmum og lesa í 15 mínútur, eða lengur ef bókin er spennandi!

Gunni Helga les í Ikea

Verðlaunarithöfundurinn stórskemmtilegi, Gunni Helga, les upp úr bók sinni, Mamma klikk, sem setið hefur á toppi vinsældarlista allirlesa.is frá fyrsta degi landsleiksins. Hann útskýrir einnig stórskemmtilegan myndaleik en sá sem tekur skemmtilegustu lestrarmyndina hlýtur bókagjöf og gjafakort í Ikea.

Átakið er landsleikur þar keppt er í því hversu lengi er lesið.

Hvað er Allir lesa? Átakið Allir lesa gengur út á að verja sem mestum tíma í lestur. Þetta er ekki hraðlestrarkeppni heldur spurning um tíma og skrá tímann sem varið er í lestur. Til leiks má skrá hópa, vinnustaði, saumaklúbba, bekki í skólum og fjölskyldur.

Hvernig á að taka þátt? Farið á vefsíðuna allirlesa.is og skráið ykkur til leiks.

Hvað má skrá? Allan lestur má skrá, meira að segja þær bækur sem lesnar eru inni á baðherbergi. Það má skrá lestur á bókum, bæði fyrir sjálfan sig og aðra og hlustun á hljóðbækur. Lestur á kvöldin með fjölskyldunni og heimalesturinn fyrir skólann má líka skrá.

Details

Date:
14. febrúar, 2016
Time:
15:00 - 18:00
Event Category:
Event Tags:
,

Venue

Ikea
Kauptún 4
Garðabær, Garðabær 210 Iceland
+ Google Map

[ad name=“POSTS“]