Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Hvar eru brennur í Reykjavík?

9. janúar, 2016

Öllum þrettándabrennum í Reykjavík var í vikunni frestað fram á laugardag. Hér er dagskráin fyrir ykkur sem finnst fátt skemmtilegra en að taka þátt í þrettándagleði.

Hér eru brennur

Þrettándahátíð Vesturbæjar

Þrettándahátíð Vesturbæjar verður á laugardag 9. janúar kl. 18.00 við KR-heimilið með þeirri dagskrá sem áður var auglýst.
18.00 Mæting við KR – heimilið
18.30 Gengið niður að Ægisíðu
18.30 Kveikt í brennu
18.45 Flugeldasýning í samstarfi við KR- flugelda.

Þrettándagleði Grafarvogsbúa

Árlegri Þrettándagleði Grafarvogsbúa er frestað til laugardags 9. janúar og hefst hún kl. 17.15 við Hlöðuna hjá Gufunesbænum.
17:15 Kakó– og kyndlasala í Hlöðunni. Skólahljómsveit Grafarvogs leikur létt lög
17:50 Blysför frá Hlöðunni
18:00 Kveikt í brennu, skemmtun á sviði
18:30 Þrettándagleði lýkur með skot kökusýningu í boði frístundamiðstöðvar Gufunesbæjar

Þrettándabrenna í Grafarholti

Þrettándagleðin í Grafarholti verður einnig haldin laugardaginn 9. janúar og verður safnast saman við Guðríðarkirkju upp úr klukkan 18:15
18.15 Safnast saman við Guðríðarkirkju. Kyndlasala.
18.45 Lagt af stað í skrúðgöngu niður í Leirdal
19.15 Kveikt í brennunni í Leirdal. Jólasveinarnir mæta á svæðið og syngja með. Veitingasala í Leirdalnum þar sem fólk getur fengið sér hressingu eftir gönguna.
20.00 Flugeldasýning

Details

Date:
9. janúar, 2016
Event Category:
Event Tags:
, , , ,

[ad name=“POSTS“]