Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Húnavaka á Blönduósi: Taktu þátt í kassabílarallýi

16. júlí, 2015 - 18:00 - 18. júlí, 2015 - 18:00

Búið er að skreyta Blönduós hátt og lágt í tilefni bæjar- og fjölskylduhátíðinni Húnavöku. Bæjarhátíðin var sett í morgun fyrir framan Hafíssetrið í gamla bænum og lýkur henni á morgun. Þetta verður heljarinnar fjör. En klæðið ykkur vel og hafið húfur með því kalt verður á morgun og engin sól.

Þegar búið var að setja Húnavöku náðu bæjarbúar og gestir bæjarhátíðarinnar í grillmat. Að mat loknm var efnt til eftirréttarhlaðborðs. Íbúar á Blönduósi eru kappfullir. Gærkvöldið var engin undantekning. Í gær var keppt um frumlegasta og flottasta eftirréttinn og efnt til hæfileikakeppni. Úrslit í báðum flokkum verða opinberuð á morgun og verðlaun afhent í Fagrahvammi annað kvöld.

 

Bæjargleðin hitar kaldar kinnar

Nóg er um að vera fyrir fjölskyldur á Húnavöku. Fyrir utan heilmikið húllumhæ um allan bæinn verður haldið kassabílarallý á laugardaginn fyrir framan Félagsheimilið. Rallíið hefst  klukkan 16 en þetta er lokaviðburðurinn á dagskránni á sviðinu. Keppt verður í tveimur flokkum, 10 ára og yngri og 11 til 16 ára. Þátttakendur geta skráð sig til keppni með því að senda tölvupóst á netfangið hunavakan@gmail.com. Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sætið í hvorum flokki og fyrir flottasta kassabílinn.

Keppt verður á hraðbraut þar sem keppendur þurfa að gera nokkrar þrautir á leið sinni.

Nánar má fræðast um Húnavökuna á fréttavefnum Húni.is.

Details

Start:
16. júlí, 2015 - 18:00
End:
18. júlí, 2015 - 18:00
Event Category:
Event Tags:
, , , , , , ,

Venue

Blönduós
Húnabraut
Blönduós, Iceland
+ Google Map

[ad name=“POSTS“]