
- This event has passed.
Hólmavík: Hamingjudagar á Hólmavík
2. júlí, 2016 - 3. júlí, 2016
Hamingjudagar á Hólmavík voru haldnir í fyrsta sinn árið 2005 og hafa verið haldnir á hverju ári síðan.
Hamingjudagar er annars vegar átthagamót fyrir brottflutta Strandamenn og Hólmvíkinga, vettvangur til að hittast og eiga góða stund á heimaslóð. Hins vegar er tilgangur Hamingjudaga að hver einasti íbúi í Strandabyggð ásamt gestum hátíðarinnar finni fyrir innri hamingju, hugarró, gleði og kærleika í hverju skrefi.
Nánari upplýsingar á vefsíðu Strandabyggðar.
[ad name=“POSTS“]