
- This event has passed.
Hafnarfjörður: Menningarhátíðin Bjartir dagar
20. apríl, 2016 - 24. apríl, 2016
Menningarhátíðin Bjartir dagar verður haldin í Hafnarfirði dagana 20.-24. apríl. Hátíðin í Hafnarfirði er farin að festast í sessi en hún var haldin í fyrsta sinn árið 2003.
Sérstök áhersla hefur verið lögð á barnamenningu og þátttöku barna og unglinga.
Ýmsir tónlistarviðburðir með Heima hátíð Menningar og listafélag Hafnarfjarðar í farabroddi skipa einnig stóran sess í dagskránni og á föstudagskvöldið verða vinnustofur listamanna opnar fram á kvöld og eru Hafnafirðingar og nærsveitamenn hvattir til að ganga í bæinn.
Fram kemur á Facebook-síðu bæjarhátíðarinnar að hægt verður að fara í leikhús, kórtónleika, bíó, töfrasýningar, sögugöngur, leikskólalist og hæfileikakeppni félagsmiðstöðva. Eitthvað fyrir alla á Björtum dögum!
En dagskráin er ekki tilbúin.
Fylgist nánar með dagskránni á Facebook-síðu Bjartra daga í Hafnarfirði.
[ad name=“POSTS“]