
- This event has passed.
Allir lesa: Landsleikur í lestri
22. janúar, 2016 - 21. febrúar, 2016

Lestrarátakið Allir lesa hófst Bóndadaginn 22. janúar og stendur það fram að Konudeginum 21. febrúar.
Með landsleiknum er fólk á öllum aldri hvatt til að taka virkan þátt og lesa.
Með þessari áskorun vilja aðstandendur landsleiksins efla læsi og áhuga á bókum og því ríkidæmi sem þar er að finna. Allir sem vilja eru hvattir til að vera með í landsleiknum.
Bergrún Íris Sævardóttir, verkefnisstjóri Allir lesa, ræddi um landsleikinn í viðtali á Bylgjunni.
Myndið lestrarlið
Landsleikurinn gengur út á að skrá lestur á einfaldan hátt og halda lestrardagbók. Keppt er í liðum og er mældur sá tími sem liðin verja í lestur. Í lokin eru sigurlið heiðruð með viðurkenningum og verðlaunum og það í keppni sem haldin er á landsvísu. Allar tegundir bóka sem innihalda skáldskap og fræði eru gjaldgengar. Dagblöð og tímarit gilda ekki í landsleiknum. Ekki skiptir máli hvernig bækur eru lesnar eða hvort lesinn er prentaður texti, rafbók eða hljóðbók.
Ítarlegar upplýsingar er að finna á: http://allirlesa.is/
Á vefsíðunni er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar, s.s. hvernig hægt er að búa til lið, hvernig á að skrá það og margt fleira.
[ad name=“POSTS“]