
- This event has passed.
Menningarnótt í Reykjavík
22. ágúst, 2015

Menningarnótt er afmælishátíð Reykjavíkurborgar og verður haldin í tuttugasta skipti þann 22. ágúst. Mikið verður þá um að vera úti á torgum og götum miðborgarinnar, í bakgörðum og söfnum, hjá fyrirtækjum og í fjölda húsa en íbúar borgarinnar bjóða gestum í heimsókn. Yfirskrift hátíðarinnar er „Gakktu í bæinn!“ sem vísar til þeirrar gömlu og góðu hefðar að bjóða fólk velkomið og gera vel við gesti.
Menningarnótt markar upphaf menningarárs borgarinnar þegar söfn, leikhús, menningarstofnanir og listamenn hefja sína haust- og vetrardagskrá. Markmið hátíðarinnar er að hvetja til menningarþátttöku með því að reiða fram fjölbreytt og ríkulegt framboð af hinum ýmsu viðburðum.
Gestir Menningarnætur eru yfir 100.000 gesti og viðburðirnir 400 talsins. Allir viðburðir hátíðarinnar eru gestum að kostnaðarlausu og er þar með séð til þess að allir borgarbúar geti notið kraftmikils menningarlífs og góðrar samveru frá hádegi til miðnættis.
Áður en haldið er í bæinn og gott að kynna sér dagskrá Menningarnætur.
Details
- Date:
- 22. ágúst, 2015
- Event Category:
- Ókeypis viðburðir
- Event Tags:
- Afþreying, Bókasöfn, Höfuðborgarsvæðið, Menning, Reykjavík, Útivera
- Website:
- http://menningarnott.is
Organizer
- Unnamed Organizer
- Website:
- http://menningarnott.is
Venue
- Reykjavík
- Reykjavík, Reykjavík 101 Iceland + Google Map
[ad name=“POSTS“]