
- This event has passed.
Gljúfrasteinn: Leitum berja í Mosfellsdal
5. september, 2015 - 11:00 - 14:00

Ferðafélag barnanna hefur í samstarfi við Vinafjelag Gljúfrasteins skipulagt ferð um móa í Mosfellsdals. Farið verður laugardaginn 5. september klukkan 11 frá Gljúfrasteini og gengið um rómað berjaland og slóðir Halldórs Laxness.
Gengið verður að Helgufossi og síðan niður með Kaldánni. Þarna fór Halldór Laxness í sína daglegu hressingargöngu meðan hann bjó á Gljúfrasteini. Gönguferðirnar voru honum uppspretta hugmynda.
Gaman á Gljúfrasteini
Eftir gönguna verður farið í heimsókn á safnið á Gljúfrasteini. Gert er ráð fyrir að gönguferðin og heimsóknin á safnið taki um 3 klukkustundir. Ekki þarf að panta í ferðina. Nóg er að þið mætið hjá Gljúfrasteini og verið þar tilbúin klukkan 11 á laugardagsmorgun.
Það er ráð að hafa pollagallana með í bakpoka því Veðurstofan spáir rigningu.
[ad name=“POSTS“]