Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Gleðigangan: Sameinumst í gleði og frábærri hamingju!

8. ágúst, 2015

Hinsegin dagar hefjast í annarri viku ágúst og nær hápunktinum með gleðigöngu aðra helgina í mánuðinum. Hátíðahöldin hófust á þriðjudag og standa þau fram á laugardaginn 8. ágúst með gleðigöngu og Regnbogahátíð við Arnarhól í miðborg Reykjavíkur.

Á Hinsegin dögum sameinast hinsegin fólk tilveru sína, sýnileika og gleði. Þar sameinast hommar og lesbíur, tvíkynhneigðir, intersexfólk og transfólk ásamt fjölskyldum og vinum.

Dagskránna má nálgast alla á vef Hinsegin daga.

 

Gleðiganga í 22 ár

Fyrsta gleðigangan var haldin árið 1993. Göngurnar þetta ár og árið eftir voru ekki Gleðigöngur, eins og þær sem þekkjast í dag. Markmið þeirra var fremur að vekja athygli á málstað og mannréttindum hinsegin fólks.

Fyrstu eiginlegu hátíðahöldin í tengslum við Gay Pride voru haldin með útitónleikum og skemmtidagskrá á Ingólfstorgið árið 1999. Þá mættu 1.500 manns. Ári síðar var blásið til gleðigöngu og mættu 5.000 manns í hana. Gangan hefur vaxið ár frá ári og er dagskráin alla vikuna þéttskipuð. Varlega áætlað má búast við að þátttakendur í göngunni þeir sem hafa fylgst með henni og skipulagðri dagskrá í kringum gönguna hafi síðastliðin fimm ár slagað hátt í 100.000.

 

Takið regnhlífina með

Búast má við því að tugþúsundir Íslendinga streymi í bæinn til að skemmta sér og styðja við bakið á þeim sem þora að vera þeir sjálfir. Veðurspáin er ekki upp á marga fiska og er því ráð að taka regnhlíf og hlífðarföt með í bæinn til vonar og vara.

 

Heljarinnar skemmtun

Gleðigangan hefst við Umferðamiðstöðina í Vatnsmýri á morgun klukkan 14 og fer hún eftir Vatnsmýrarvegi, Sóleyjargötu, Fríkirkjuvegi og Lækjargötu og framhjá Arnarhóli. Við Arnarhól tekur svo við heljarinnar skemmtidagskrá og útitónleikar. Þar koma meðal annars fram AmabAdamA, Steed Lord, Agent Fresco og að sjálfsögðu sjálfur Páll Óskar Hjálmtýsson.

Details

Date:
8. ágúst, 2015
Event Category:
Event Tags:
, , , , , ,
Website:
http://hinsegindagar.is

Venue

Arnarhóll
Kalkofnsvegi 1
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map

[ad name=“POSTS“]