
- This event has passed.
Gerðuberg: Ævintýraleikur í skrímslalandi
16. apríl, 2016 - 13:00 - 15:30

Hafið þið kíkt í heimsókn í skrímslaheiminn í Gerðubergi? Á milli klukkan 13:00 til 15:30 laugardaginn 16. apríl verða alls kyns búningar á staðnum sem geta ýtt undir hugarflug gesta og vakið heilmikla kátínu.
Í skrímslaheiminum í Gerðubergi er hægt að bregða sér í búning skrímslanna sjálfra eða verða skrímslagæludýr, prinsessa, múmínálfur, lögregla, fíll eða bófi að nóttu. Það má líka koma með búning að heiman.
Búningarnir eru til afnota á skrímslasýningunni.
Fram kemur á vefsíðu Gerðbergs að auðvitað er bókasafnið líka opið í Gerðubergi.
Nú líður senn að lokum skrímslasýningarinnar í Gerðubergi. Þegar Barnamenningarhátíð lýkur 24. apríl næstkomandi þá verður sýningunni pakkað niður og fer hún á svolítið heimshornaflakk.
Þið verðið því að drífa ykkur á skrímslasýningu.
[ad name=“POSTS“]