
- This event has passed.
Fjölskyldudagar í Háskóla Íslands
17. október, 2015 - 13:00 - 15:00

17. október er dagurinn sem fjölskyldufólk ásamt vinum og vandamönnum í Háskóla Íslands sameinast á einum skemmtilegsta degi ársins. Þá er nefnilega Fjölskyldudagur Háskóla Íslands.
Á Háskólatorgi fer fram margvísleg dagskrá sem stendur frá klukkan 13-15.
Leikhópurinn Lotta mætir á svæðið, Sprengjugengið mætir með læti og læknar frá Bangsaspítalanum hjúkra veikum böngsum. Þá heilsar Sproti upp á gesti og fá allir fríian Svala og kex á meðan það er til.
Boðið verður líka upp á fjölskylduratleik til styrkar UNICEF í samvinnu með fjölskyldudeginum í ár. Ratleikurinn byrjar kl.11 þar sem öll börn fá þátttökuverðlaun og eiga einnig möguleika á að vinna einn af þeim fjölmörgu vinningum sem verða í boði, en heildarverðmæti þeirra er 100.000 kr. Allur ágóði fer óskiptur beint til styrkar UNICEF en hægt er að sjá nánar um þennan atburð fyrir neðan.
[ad name=“POSTS“]