
- This event has passed.
Fiskidagurinn mikli: Líf og fjör á Dalvík
7. ágúst, 2015 - 8. ágúst, 2015

Fiskidagurinn mikli á Dalvík og stórskemmtileg fjölskylduhátíð sem haldin hefur verið helgina eftir Verslunarmannahelgi. Þetta er 15. árið sem hátíðin er haldin og sækja hana þúsundir gesta. Talið er að gestir hafi verið 26.000 árið 2013.
Á föstudagskvöldin er hefð fyrir því að boðið er upp á fiskisúpu á milli klukkan 20:15 til 22:30. Á laugardeginum bjóða svo fiskverkendur og fleiri sem hönd leggja á plóg upp á dýrindis fiskrétti og skemmtidagskrá á milli klukkan 11:00 til 17:00.
Um kvöldið eru svo haldnir stórtónleikar klukkan 21:45. Í fyrra tróðu upp þeir Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Matti Matt, Eiríkur Hauksson og Friðrik Ómar. Á vefsíðunni Fiskidagurinn mikli má finna ítarlega dagskrá og upplýsingar um þá sem fram koma.
Herlegheitunum lýkur með risastórri flugeldasýningu á vegum björgunarsveitarinnar í Dalvíkurbyggð.
Gestir á Fiskideginum ættu að kíkja á fiskasýningu Skarphéðins Ásbjörnssonar, sem hann hefur sett upp síðastliðin 12 ár. Á sýningunni hafa verið sýndir rétt um 200 ferskir fiskar.
Fiskidagurinn mikli er að sjálfsögðu með Facebook-síðu og vefsíðu og er þar hægt að fá frekari upplýsingar um daginn.
[ad name=“POSTS“]