Fjölskylduna ætti ekki að vanta fjörið í janúar. Ásmundarsafn verður þá opið til klukkan 20 á fimmtudögum. Þar stendur nú yfir sýningin Geimþrá sem hlotið hefur frábærar viðtökur og var hún valin ein af fimm bestu sýningum ársins í Morgunblaðinu.
Gaman fyrir fjölskylduna
Fram kemur á vef Listasafns Reykjavíkur, að á kvöldopnun verðið boðið upp á skemmtilega viðburði fyrir alla fjölskylduna.
Ásmundarsafn verður opið frá klukkan 13-20 á fimmtudögum í janúar 2016. Safnið er opið aðra daga frá klukkan 13-17.