
- This event has passed.
Ferðafélag barnanna: Sveppatínsla í Heiðmörk
2. september, 2015 - 17:00 - 20:00

Finnast ykkur ekki sveppir góðir? Þeir eru bestir brakandi ferskir og geta verið algjört sælgæti. Ferðafélag barnanna er með í undirbúningi sveppasöfnun fyrir alla fjölskylduna í Heiðmörk. Þetta er viðburður sem gert er ráð fyrir að taki þrjár klukkustundir.
Á vefsíðu ferðafélagsins kemur fram að Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, kenni þeim sem drífa sig í sveppaferðina að þekkja matsveppi, aðferðir við að geyma þá og matreiða í fjörugri sveppagönguferð.
Skipulagið gerir ráð fyrir því að allir þátttakendur hittist við Öskju, náttúrufræðihús Háskóla Íslands, klukkan 17:00 miðvikudaginn 2. september. Þar fáið þið sem ætlið að mæta fræðslu í hálftíma áður en ekið er í halarófu upp í Heiðmörk.
Ráðlagt er að þið sem ætlið að drífa ykkur takið sveppabækur og ílát með í ferðina.
Þáttakan er ókeypis og þarf ekki að panta neins staðar til að taka þátt í sveppatínslunni.
ATHUGIÐ: Þessi viðburður var áður á dagskrá laugardaginn 29. ágúst klukkan 11. Hann hefur verið færður til.
[ad name=“POSTS“]