
- This event has passed.
Ferðafélag barnanna: fjölskylduferð um Strandirnar
23. júlí, 2015
35000kr.
Ferðafélag barnanna hefur vaxið og dafnað í gegnum tíðina og hafa margar fjölskyldur kynnst landinu upp á nýtt í ferðum á vegum þess. Á morgun er á döfinni fjölskylduferð að Valgeirsstöðum í Norðurfirði og ferð um Strandir.
Ferðin nú hljómar svona: Ferð norður í Árneshrepp á Ströndum með Ferðafélagi barnanna er gjarnan ávísun á hamingjustundir hjá fjölskyldum. Fararstjórar eru hjónin Auður Kjartansdóttir og Páll Guðmundsson. Bæði eru þau þaulreyndir fararstjórar og þekkja umhverfi og mannlíf á Ströndum vel.
Farið verður í fjallgöngu, fjöruferðir og í sund. Það þykir vera mögnuð upplifun fyrir börnin að fara í Krossneslaugina sem stendur við fjöru. Þar situr fólk og horfir á selina svamla í fjöruborðinu.
Gengið er 15 kílómetra yfir í Ingólfsfjörð til að skoða gömlu síldarverksmiðjuna. Á göngunni eru duglegustu börnin gerð ábyrg fyrir þeim sem hægar fara yfir. Þannig næst að halda hópnum vel saman.
Fastur liður í þessari árlegu ferð er varðeldur í fjörunni. Farsímar og tölvur eru ekki leyfð í ferðina. Börn og foreldrar ná þannig að kynnast með nýjum hætti á slóðum sem eru flestum nýstárlegar. Það sést af góðri aðsókn að foreldrar og börn hafa notið samvistanna.
Brottfararstaður: Kl. 14 fimmtudaginn 23. júlí á einkabílum að Valgeirsstöðum í Norðurfirði.
Viðburður: Fjölskylduferð að Valgeirsstöðum í Norðurfirði
Fararstjórar: Auður Kjartansdóttir og Páll Guðmundsson. Hámarksfjöldi: 30. Þar af 22 í húsi.
Mæting: Kl. 14 fimmtudaginn 23. júlí á einkabílum að Valgeirsstöðum í Norðurfirði.
Undirbúningsfundur var miðvikudaginn 1. júlí kl. 18 í risi FÍ, Mörkinni 6.
Verð: 30.000/35.000. Hálft verð fyrir yngri en 18 ára.
Innifalið: Gisting, sund og fararstjórn.
Bókað á skrifstofu Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 eða í síma: 568 2533.
Details
- Date:
- 23. júlí, 2015
- Cost:
- 35000kr.
- Event Category:
- Greiddir viðburðir
- Event Tags:
- Ferðafélag barnanna, Ferðir, Ingólfsfjörður, Útivera, Vestfirðir
- Website:
- http://www.ferdafelagbarnanna.is/aaetlun/nr/1609/
Organizer
- Ferðafélag Íslands
- Phone:
- 568 2533
- Website:
- http://www.ferdafelagbarnanna.is/forsida/
Venue
- Norðurfjörður
- Iceland + Google Map
[ad name=“POSTS“]