Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Bragi Valdimar býður í útgáfupartí á Kex Hostel

22. nóvember, 2015 - 13:00 - 14:30

Stuðið er mikið á sunnudögum á Kex Hostel. Sunnudaginn 22. nóvember býður Memfismafían börnum og fjölskyldum þeirra í útgáfutrylling á KEX Hostel klukkan 13:00 í tilefni af útgáfu Karnivalíu, barnabókaplötunni sem Bragi Valdimar Skúlason hefur samið.

Memfismafían leikur lög, lesin verður hugvekja úr bókinni og auðvitað verður Karnivalía til sölu á sérstöku hátíðarverði. Kakó, kaffi og afasúkkulaði í boði prófessorsins.

Sjáumst tryllt af kæti á sunnudaginn!

Karnivalíuplatan er stútfull af stuði. Þarna er svipað gengið og gerði plöturnar Gilligill og Diskóeyjuna. Stórskotalið söngvara kemur fram á plötunni. Sigga Toll, Egill Ólafs, Siggi hjálmur og Magga Stína eru í stórum hlutverkum. Þingmaðurinn og fönkprófessorinn Óttarr Proppé þylur stafrófsvísur og sjálfur Páll Óskar birtist í sérlega hoppvænu stuðlagi, Húba Húba. Þá segir Jón Gnarr sína meiningu um mannanafnanefnd í samnefndu lagi.

Platan er sérlega vönduð og ríkulega myndskreytt bók. Litlar hugvekjur fylgja hverju lagi auk þess sem fjörmiklir textarnir fá að njóta sín. 

Details

Date:
22. nóvember, 2015
Time:
13:00 - 14:30
Event Category:
Event Tags:
, , , ,

Venue

Kex Hostel
Skúlagata
Reykjavík, 101 Iceland
+ Google Map
Phone:
561 6060
Website:
http://www.kexhostel.is

[ad name=“POSTS“]